Uppsetning með ISOFIX festingum
|
Að nota ISOFIX án stuðningsfótar Ef ökutækið er með ISOFIX festipunktum en gólfið styður ekki notkun stuðningsfótar er hægt að setja Axkid Up bílstólinn upp með ISOFIX-festingunum eingöngu. « Veldu uppsetningaraðferð |
|
Ýttu á báða ISOFIX-stillingarhnappana (J) hvoru megin við bílstólinn og renndu ISOFIX örmunum út úr geymsluhólfunum til að lengja báðar ISOFIX-festingarnar (H). |
|
Settu bílstólinn á bílsætið og festu ISOFIX-festingarnar (H) við ISOFIX-festipunktana í bílnum.Gakktu úr skugga um að vísarnir (I) á báðum ISOFIX-tengjunum séu orðnir grænir. |
|
Réttu úr bakinu þar til það smellur á réttan stað. Ýttu og ruggaðu bílstólnum fast upp að baki bílsætisins.ISOFIX-tengin hvoru megin smella ítrekað og herða þannig festingu bílstólsins að baki bílsætisins.Gakktu úr skugga um að ekkert bil sé á milli botnsins (U) og baks bílsætisins. |
|
Dragðu út öryggisbeltið og leiddu axlarbeltið í gegnum efri beltaþræðinguna (M) og mittisbeltið undir neðri beltaþræðinguna (Q). |
|
Settu ASIP-púðann (N) á hlið bílstólsins sem er næst bílhurðinni.Láttu ASIP-púðafestinguna flútta við ASIP-haldarann og festu hana með því að ýta henni og snúa henni á sinn stað. |
